Vitið Þið Það Hvernig Lúðunni Líður? – Ð
Skólakór Kársness
From: Lubbi finnur málbein
- Vitið Þið Það Hvernig Lúðunni Líður? – Ð
(Lag: Lóan er komin.)
Vitið þið það hvernig lúðunni líður?
Lúðunni góðu sem þið hafið séð.
Meðan hún niðri á botninum bíður.
Böðuð í vaðandi ð-ð-ð-ð-ð.
Lúðan í stuði er boðin og búin,
biður um eitthvað að dúða sig með.
Niður á púðann svo liðast hún lúin, loðmælt og suðandi ð-ð-ð-ð-ð.