Efniviður: Lubbi (brúða), Bókin Lubbi finnur málbein.

Allir setjast í hring. Lubbi býður alla velkomna með því að ganga á milli barnanna og fá klapp og knús. Mikilvægt er að þetta sé róleg stund og að börnin fari „blíðum höndum“ um Lubba því Lubba er illa við hraðar hreyfingar og hávaða.

Þegar Lubbi hefur fengið knúsin sín er hljóðið kynnt. Við förum yfir táknið og ræðum í þaula um það sem við sjáum á viðkomandi opnu. Því næst lesum við textan og syngjum svo lagið 2x.